Ekkert annað en kraftaverk

Floribeth Mora Diaz frá Kosta Ríka læknaðist af ólæknandi heilasjúkdómi þann sama dag og Jóhannes Páll II páfi var tekinn í tölu blessaðra. Hún segir að um kraftaverk sé að ræða. 

Diaz segir að sér hafi birst sýn og þar hafi Jóhannes Páll II verið á ferð.  Að sögn Diaz hafi rödd talað við hana og eins hafi mynd af Jóhannesi Páli birst henni. Röddin sagði henni að standa upp og ganga en hún var lömuð vegna heilablæðingar.

Læknar hafa ekki getað útskýrt hvað olli bata hennar en læknar hafa staðfest að hún er heil heilsu. Þetta er annað kraftaverk Jóhannesar Páls II en hann hafði áður læknað mann af parkinson-sjúkdómnum.

Jóhannes Páll lést þann 2. apríl 2005 og hann verður tekinn í dýrlingatölu þann 27. apríl nk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert