Elduðu og átu nýbura

Annar bróðirinn, Mohammad Arif, var handtekinn í dag.
Annar bróðirinn, Mohammad Arif, var handtekinn í dag. AFP

Lögreglan í Pakistan hefur handtekið tvo menn vegna gruns um að þeir hafi lagt sér lík nýbura til  munns. Höfuð barnsins fannst á heimili mannanna.

Í frétt Sky-sjónvarpsstöðvarinnar segir að mennirnir séu bræður, 30 og 35 ára gamlir. Þeir búa í Punjab-héraði. Lögreglan komst á slóð mannanna eftir að nágrannar kvörtuðu undan mjög slæmri lykt frá húsinu.

Annar bróðirinn hefur játað að þeir hafi eldað og étið lík barnsins. Líkinu rændu þeir úr kirkjugarði, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar.

Mennirnir hafa áður gerst sekir um mannát og setið í fangelsi af þeim sökum.

Bræðurnir voru handteknir árið 2011 en þá höfuð þér grafið upp meira en 100 lík úr kirkjugarði og lagt sér þau til munns.

Þeir fengu tveggja ára dóm en var sleppt eftir að hafa afplánað helming dómsins.

Frétt Sky.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert