Ungir þjóðernissinnar stofna samtök

Formenn ungliðahreyfinganna fjögurra sem eru aðilar að samtökunum
Formenn ungliðahreyfinganna fjögurra sem eru aðilar að samtökunum Mynd/AFP

Ungliðahreyfingar fjögurra þjóðernissinnaðra evrópska flokka hafa stofnað samtökin YEAH (Young European Alliance for Hope). Samtökin byggja á sameiginlegri andstöðu flokkanna gegn Evrópusambandinu og það sem þeir kalla fjöldainnflytjendastefnu sambandsins. 

Um er að ræða ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata, FDÖ í Austurríki, Front National í Frakklandi og Vlaams Belang í Belgíu. Stefna samtakanna byggir að þeirra sögn á að vernda hefðbundin evrópsk einkenni gegn bæði frjálslyndi og sósíalisma. 

„Markmiðið er að samvinnan verði til langs tíma og að flokkarnir muni samþættast enn fremur með árunum. Við getum lært margt af hvorum öðrum,“ segir Gustav Kasselstrand í ungliðahreyfingu Svíþjóðardemókrata í samtali við Aftenposten. „Ég mun alltaf styðja Evrópska samvinnu. Ég styð Evrópu og þess vegna er ég á móti Evrópusambandinu,“ bætir Gustav við. 

Aftenposten ræddi við stjórnmálafræðinginn Mariu Demker um samtökin og muninn á ungliðahreyfingunum fjórum. Hún segist telja að hreyfing Svíþjóðardemókrata sé töluvert öfgaminni heldur en hinar hreyfingarnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert