20 létu lífið í námuslysi í Kína

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP

Að minnsta kosti tuttugu manns létu lífið í námuslysinu sem varð í Xiahaizi-námunni í kínverska héraðinu Yunnan þann 7. apríl síðastliðinn. Í nótt fundust fjórtán lík til viðbótar þeim sex sem þegar höfðu fundust, að því er segir í frétt AFP.

Sprenging varð í mynni námunnar sem gerði það að verkum að hún fylltist af vatni.

Enn er tveggja saknað.

Lögreglan í héraðinu hefur nú þegar handtekið sjö stjórnarmenn námufyrirtækisins Li Ming, sem sér um rekstur námunnar. Málið er annars til rannsóknar.

Í frétt AFP segir að slys af þessu tagi séu því miður algeng í Kína. Í fyrra hafi til dæmis orðið 589 námuslys og í þeim létu um 1.050 manns lífið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert