Biden í heimsókn í Úkraínu

Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna.
Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna. AFP

Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, kom til Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu, í morgun en þar mun hann funda með úkraínskum stjórnmála- og embættismönnum í dag og á morgun. Ferðin til Úkraínu er sögð vera skýr stuðningsyfirlýsing af hálfu Bandaríkjamanna við baráttu Úkraínu gegn Rússum.

Stjórnvöld í Rússlandi hafa sakað Úkraínumenn um að brjóta alþjóðlegt samkomulag ríkjanna með því að bæla niður uppreisn aðskilnaðarsinna í nokkrum borgum í austurhluta Úkraínu.

Í dag mun Biden funda með starfsmönnum bandaríska sendiráðsins í Kænugarði en á morgun hittir hann Oleksandr Túrtsjínov, forseta Úkraínu, og Arsenij Jatsenjúk, forsætisráðherra landsins.

Bandarískir embættismenn sem eru í för með Biden sögðu við AFP að varaforsetinn myndi meðal annars ræða öryggismál, stjórnmál, efnahagshorfurnar og orkumál með Úkraínuleiðtogunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert