Fornfræg Bretanía verði endurreist

Bretonski fáninn var áberandi í göngunni í Nantes þar sem …
Bretonski fáninn var áberandi í göngunni í Nantes þar sem endurreisnar hinnar fornfrægu Bretaníu var krafist. mbl.is/afp

Héraðsráð Bretaníu, sem fjórar sýslur á vesturodda Frakkalands mynda, hefur hvatt til þess að mörk þess verði dregin upp á nýtt og sýslunni Loire-Atlantique verði skipað á ný til héraðsins, eins og áður fyrri.

Af þessu tilefni var efnt til mikillar kröfugöngu um höfuðstað Loire-Atlantique, Nantes. Héraðsráðið greip tækifærið vegna boðaðra áforma ríkisstjórnar Francois Hollande um að fækka héruðum og stækka í þeim tilgangi að draga úr stjórnsýslulegu skrifræði og ná fram fjárhagslegum sparnaði.

„Við verðum að nýta okkur möguleikana á nútímavæðingu héraðsskipunar Frakklands og knýja á um sameiningu hinnar sögulegu Bretaníu,“ sagði í yfirlýsingu héraðsráðsins af þessu tilefni. Loire-Atlantique, sem nú heyrir héraðinu Pays de la Loire til, var á sínum tíma partur af Bretaníu sem í dag samanstendur af sýslunum Cotes d’Armor, Finistere, Ille-et-Vilaine og Morbihan.

Samkvæmt heimildum stjórnmálaritsins Challenges mun endurreisn hinnar sögulegu Bretaníu vera meðal þeirra tillagna að uppstokkun héraða landsins sem forsætisráðherrann Manuel Valls er sagður vinna úr. Tímaritið kveðst hafa sé nýtt Frakklandskort þar sem héruðum hefur verið fækkað í 12 og þar á meðal hverfur Pays de la Loire. Þær sýslur sem henni tilheyra nú yrðu færðar undir þrjú héruð.



 

Vinstri myndin sýnir núverandi héraða- og sýsluskipan en sú hægri …
Vinstri myndin sýnir núverandi héraða- og sýsluskipan en sú hægri breytingarnar sem stefnt mun vera að, með fækkun h´raða úr sex í tvö. geobreizh.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert