Nauðlending á Heathrow

United Airlines þota eftir nauðlendingu í Boston á leið frá …
United Airlines þota eftir nauðlendingu í Boston á leið frá Heathrow. Myndin tengist fréttinni ekki. mbl.is/reuters

Þota af gerðinni Boeing 777 frá bandaríska flugfélaginu United Airlines nauðlenti á Heathrow-flugvellinum í London nú síðdegis. Gekk lendingin að óskum.

Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN skýrði frá lendingunni og ber fulltrúa flugvallaryfirvalda á Heathrow fyrir fréttinni. 

Þotan var á leið frá San Francisco til London. Ekki hefur verið skýrt frá því hversu margir voru um borð eða hvers vegna nauðlenda þurfti þotunni.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert