Norður-Kóreumenn nema franska ostagerð

Franskur Emmentalsostur eins og Kim Jong-un vill hafa hann.
Franskur Emmentalsostur eins og Kim Jong-un vill hafa hann.

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur sent sveit sérfræðinga í matvælaframleiðslu til Frakklands til að nema þá list að búa til osta eins og best gerist.

Jong-un ætlar mönnum þessum að nema þá list sem að baki framleiðslu uppáhalds ostar hans liggur, Emmentalsostar. Munu tilraunir til gerðar hans í ostagerð Pyongyang eigi hafa tekist nógu vel til að leiðtoganum líki. 

Til að ráða bót á þessu hefur tekist diplómatískt „ostasamband“ milli Norður-Kóreumanna og Frakka.

Vegna þessa dveljast þrír norður-kóreskir ostamenn um þessar mundir við skóla franska mjólkuriðnaðarins (ENIL) í borginni Besancon og nema þar ostagerð. Nám þeirra tekur marga mánuði en auk þess að fræðast um ostagerð mun tilgangurinn líka vera að læra af Frökkum hvernig auka megi gæði norður-kóreskra mjólkurvara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert