Franskur vígamaður sprengdi sig upp

Abu al-Qaqa al-Faransi lést í sjálfsmorðsárás.
Abu al-Qaqa al-Faransi lést í sjálfsmorðsárás.

Minnst einn franskur liðsmaður Jihad-samtakanna lét nýverið lífið í sjálfsmorðsárás á varðstöð lögreglunnar í Mosúl sem staðsett er í norðurhluta Íraks.

Hinn látni er þekktur undir dulnefninu Abu al-Qaqa al-Faransi og er hann sagður bera franskt ríkisfang. Samkvæmt AFP-fréttaveitunni barðist al-Faransi fyrir íslömsku ríki í Írak en franska leyniþjónustan telur fullvíst að hann hafi komist inn í landið með því að fara í gegnum Sýrland.  

Þá leikur grunur á að annar franskur ríkisborgari hafi einnig fallið í svipaðri árás nýlega en unnið er að því að fá það staðfest.

Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneyti Frakklands er vitað um alls 285 franska ríkisborgara sem um þessar mundir taka þátt í vopnuðum átökum í Sýrlandi. Þessi mikli fjöldi veldur ráðamönnum í Frakklandi áhyggjum en þeir óttast m.a. að öryggisástand komi til með að versna þegar vígamennirnir snúa aftur heim til Frakklands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert