Enn er leitað að árásarmanninum

Frá vettvangi í Brussel í gær.
Frá vettvangi í Brussel í gær. AFP

Lögreglan í Brussel, höfuðborg Belgíu, leitar nú að árásarmanninum sem hóf skothríð á safni sem tileinkað er gyðingum í miðbænum í gær. Á blaðamannafundi í morgun staðfesti lögreglan að ísraelsk hjón og frönsk kona hafi látið lífið í árásinni.

Einn særðist jafnframt alvarlega, en hann er belgískur.

Lögreglan handtók einn karlmann í gær, skömmu eftir árásina, grunaðan um voðaverkið en sleppti honum í morgun. Belgískir ráðherrar segja að flest bendi til þess að árásin hafi beinst gegn gyðingum. Yfirmenn lögreglunnar hafa hins vegar ekki viljað tjá sig um það.

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sagði í gærkvöldi að andúð gegn gyðingum í Evrópu væri ástæða fyrir skotárásinni. Hann sagðist hafa orðið var við miklar lygar og rógburð gagnvart Ísraelsmönnum víða í Evrópu.

Frétt mbl.is: Þrír féllu í skotárás í Brussel

Frétt mbl.is: Segja árásina beinast gegn gyðingum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert