Ljóshærða stúlkan sem erfir krúnuna

Leonor er átta ára stúlka. Hún borðar í mötuneytinu í skólanum líkt og samnemendur hennar og æfir ballett. Fljótlega munu vinir hennar þó þurfa að ávarpa hana, yðar hátign. Líf hennar hefur tekið breytingum, en faðir hennar, Filippus, var krýndur konungur Spánar í morgun. 

Leonor er yngsti ríkiserfinginn sem er næstur til að erfa krúnuna í Evrópu. Hún er bláeygð, ljóshærð og brosir fallega. Hún verður án efa í kastljósi fjölmiðla næstu árin. Faðir Leonor er 46 ára. Faðir hans, Jóhann Karl, var konungur Spánar í 39 ár. 

„Þar til nú hafa foreldrar hennar verndað hana svo hún sé ekki alltaf í blöðunum. Þeim tíma er nú lokið,“ segir Jose Apezarena, ævisöguritari föður hennar, í samtali við AFP. Ljóst er að nýja hlutverkið, krónprinsessan, mun breyta lífi hennar til frambúðar.

Leonor fæddist þann 31. október árið 2005. Sofia, yngri  systir hennar, fæddist tveimur árum síðar. Foreldrar þeirra hafa reynt eftir fremsta megni að halda þeim fyrir utan kastljós fjölmiðlanna svo þær megi upplifa sem eðlilegasta barnæsku.

Apezarena segir Leonor vera gáfaða, virka en þó róleg. Þá segir hann einnig að hún sé mjög góð við Sofiu, yngri systur sína. Þá er hún sögð tala góða ensku. Talið er að hún muni fá samskonar undirbúning og faðir sinn og herþjálfun þegar hún verður eldri.

„Að undanförnu hafa þau verið að útskýra fyrir henni hver hún er, hverjir foreldrar hennar og afar og ömmu eru og hvert hlutverk þeirra er í landinu,“ segir Apezarena. „Hún hlustar, en hún er enn mjög ung.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert