Getur ekki skilið við konunginn

Filippus VI konungur Spánar og eiginkona hans Letizia.
Filippus VI konungur Spánar og eiginkona hans Letizia. AFP

Sem konungur Spánar hefur Filippus VI fulla friðhelgi gagnvart lögum. Það þýðir meðal annars að ef illa gengi í hjónabandi hans og Letiziu drottningu gæti hún ekki farið fram á skilnað samkvæmt lögum. Hann yrði að gera það.

Fram kemur á fréttavefnum Thelocal.es að friðhelgin feli í sér að ekki sé hægt að draga ríkjandi konung fyrir dómstóla. „Ef hún reyndi það yrði það stöðvað,“ er haft eftir lögfræðingnum Verónica del Carpio sem sérhæft hefur sig í mannréttindamálum. „Ef hann færi hins vegar fram á skilnað yrði án nokkurs vafa orðið við því.“

Del Carpio segir að þetta sýni vel hversu fáránlegt það sé að sumir einstaklingar séu undanþegnir því að fara að sömu lögum og aðrir. „Hvers vegna ætti það að skipta máli hvort viðkomandi er konungur hvort hann þurfi að borgar skuldir sínar eða vera ella sóttur til saka?“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka