Grunuð um aðild að hryðjuverkum

Tyrkirnir voru handteknir í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Tyrkirnir voru handteknir í Aþenu, höfuðborg Grikklands. AFP

Þrír Tyrkir voru handteknir í borginni Aþenu í Grikklandi í dag grunaðir um aðild að hryðjuverkasamtökum. Um er að ræða tvær konur og einn karlmann, en þau eru talin tengjast róttæku tyrknesku samtökunum DHKP/C. Samtökin kenna sig við marxisma og eru talin til hryðjuverkasamtaka af yfirvöldum í Tyrklandi og Bandaríkjunum sem og Evrópusambandinu.

Yngri konan er 24 ára gömul og hefur verið eftirlýst vegna báts sem fannst fullur af vopnum og skotfærum við grísku eyjuna Chios í júlí 2013. Hin konan er 48 ára gömul en maðurinn fertugur og verða þau bæði ákærð fyrir aðild að hryðjuverkasamtökum.

Fjórir aðilar voru handteknir í Aþenu grunaðir um aðild að sömu samtökum, en í íbúð þeirra í Gyzi hverfi borgarinnar fannst mikill fjöldi vopna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka