Brúneygði prinsinn sem fann ástina

Karl Filippus og Sofia Hellquist.
Karl Filippus og Sofia Hellquist. AFP

Hann er 35 ára, dökkhærður og brúneygður. Hann heitir fullu nafni Carl Philip Edmund Bertil, eða Karl Filippus, er Svíaprins og hefur nú fundið ástina. Hann ætlar að ganga að eiga Sofiu Hellquist næsta sumar.

Þegar Karl Filippus kom í heiminn hiann 13. maí árið 1979 var hann krónprins. Hann átti að sitja á konungsstóli í framtíðinni, taka við af föður sínum Karli Gústaf Svíakonungi, erfa krúnuna, eins og kemur fram í umfjöllun Wikipedia. 

Syndir, skíðar og tekur þátt í kappakstri

Hinn 1. janúar 1980 var lögunum breytt, synir gengu ekki lengur fyrir dætrum óháð aldri og því varð systir Karls Filippusar, Viktoría, krónprinsessa. Dóttir hennar, Estelle, er erfðaprinsessa og stendur því feti framar en frændi hennar, er önnur í röðinni að krúnunni.

Karl Filippus sinnir konunglegum skyldum fyrir hönd föður síns, líkt og Viktoría. Hann er skáti og nýtur útivistar. Hann hefur einnig gaman af íþróttum og þá sérstaklega fótbolta, sundi og skíðum. Hann hefur meðal annars lokið við Vasaloppet.

Prinsinn hefur einnig gaman af kappakstri og tekur reglulega þátt í keppnum. Hann gegndi einnig herskyldu og var í sænska sjóhernum.

Leggur stund á grafíska hönnun

Hönnun og teikning hefur lengi heillað prinsinn og stundar hann nám í grafískri hönnun. Þegar móðir hans, Silvía drottning, fagnaði 60 ára afmæli sínu hannaði hann plötuumslag utan um tónlist Tsjaíkovskí úr balletinum Hnotubrjótnum.

Karl Filippus var í sambandi með Emmu Pernald frá 1999 til 2009. Ári síðar, 2010, var fjallað um hugsanlegt samband hans við fyrirsætuna Sofiu Hellquist. Á föstudaginn barst síðan tilkynning frá sænska konungsdæminu um að parið væri trúlofað og ætla þau að gifta sig næsta sumar.

Hún er besta stelpa í heimi

„Þetta er frá­bær dag­ur. Við erum him­in­lif­andi yfir þessu öllu sam­an,“ sagði prins­inn í sam­tali við Aft­on­bla­det þennan dag. Parið hefur ekki viljað gefa upp hvernig eða hvar bónorðið var borið fram.

Sofia sagði þó að það hefði verið á stað í landinu sem parinu þykir mjög vænt um. Talið er hugsanlegt að um sumardvalarstað Svíakonungs hafi verið að ræða. „Ég er afar stolt­ur, Sofia er besta stelpa í heimi,“ sagði prins­inn.

Frétt mbl.is: Prinsessan sem sigraðist á átröskun

Karl Filippus og Sofia Hellquist.
Karl Filippus og Sofia Hellquist. AFP
Karl Filippus, Svíaprins.
Karl Filippus, Svíaprins.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert