Fjórir létust í sjálfsmorðsárás

Sómalskur hermaður gengur framhjá því sem eftir er af bílnum …
Sómalskur hermaður gengur framhjá því sem eftir er af bílnum sem sprakk í dag í Mogadishu. Mohamed Abdiwahab

Að minnsta kosti fjórir létust í öflugri sjálfsmorðsárás í Sómalíu í dag. Hryðjuverkasamtökin al-Shabaab hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu sem var nálægt þinghúsinu í Mogadishu.

 Samkvæmt lögreglufulltrúa á svæðinu var bifreið sem var full af sprengiefnum keyrt nálægt þinghúsinu þar sem hún sprakk. Lögreglufulltrúinn gat ekki staðfest fjölda látinna eða slasaðra en staðfesti að árásin hafi verið sjálfsmorðsárás. 

Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins halda vitni því fram að að minnsta kosti fjóri haf látist í ódæðinu og enn fleiri slasast. Talið er að tveir þeirra sem létust hafi verið lögreglumenn. 

Al-Shabaab lýsti því yfir í dag að samtökin bæru ábyrgð á árásinni og að fleiri myndi fylgja í kjölfarið. 

Leifar bifreiðarinnar sem sprakk í dag.
Leifar bifreiðarinnar sem sprakk í dag. Mohamed Abdiwahab
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert