Karlrembumyndand úr umferð

Þessar fyrirsætur sýndu farþegum öryggisbúnað um borð.
Þessar fyrirsætur sýndu farþegum öryggisbúnað um borð. Skjáskot af Youtube

Öryggismyndskeið fyrir Air New Zealand, sem mörgum þótti sýna mikið kynjamisrétti, hefur verið tekið úr umferð og í staðinn hefur flugfélagið látið gera fjölskylduvænna myndskeið.

Á myndskeiðinu mátti sjá fyrirsætur á bikiníi kynna öryggi um borð í flugvélum.

Undirskriftarsöfnun varð gerð á netinu þar sem flugfélagið var hvatt til að hætta að sýna myndbandið. „Þetta myndband gerir lítið úr fólki og mörgum finnst það móðgandi,“ segir Ástralinn  Natasha Young, sem stóð fyrir söfnuninni.

„Á öryggismyndbandi á að vara farþegana við og kenna þeim að bregðast við í neyðarástandi. Það á ekki að vera afsökun til að hlutgera kvenlíkamann.“

Sjá frétt BBC um málið hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert