Segir HM „samkynhneigðan viðbjóð“

Þeir eru gulir, rauðir, grænir og bláir skórnir sem leikmenn …
Þeir eru gulir, rauðir, grænir og bláir skórnir sem leikmenn á HM nota. AFP

Rússneskur prestur segir að heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Brasilíu sé „samkynhneigður viðbjóður“. Segir hann að litríkir skór leikmanna auglýsi regnbogann, tákn samkynhneigðra.

Greint er frá málinu á vef Washington Post. „Að vera í bleikum eða bláum skóm, þeir geta allt eins klæðst kvennærbuxum eða brjóstahaldara,“ skrifaði presturinn Alexander Shumsky í grein á kristilega vefsíðu.

Hann segist hæstánægður með að rússneska liðið hafi dottið úr úr keppninni, fyrir guðs náð, og taki ekki lengur þátt í „þessum samkynhneigða viðbjóði.“

Köflóttir skór á HM.
Köflóttir skór á HM. AFP
Litríkir skór.
Litríkir skór. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka