Fyrirsæta myrt í Malasíu

Malasískur verslunareigandi var í gær dæmdur til dauða fyrir að …
Malasískur verslunareigandi var í gær dæmdur til dauða fyrir að myrða franskan ferðamann. Foreldrar ferðamannsins voru viðstaddir dómsuppkvaðninguna. AFP

Lögregla í Malasíu hefur handtekið sjö manns í tengslum við morð á eistneskri fyrirsætu þar í landi. Líki fyrirsætunnar Reginu Soosalu skolaði á land við strendur Rawa eyju undan austurströnd Malasíu í síðustu viku. Upphaflega var talið að Soosalu hefði drukknað, en lögregluyfirvöld tilkynntu í gær að áverkar hefðu komið í ljós á líkinu sem bentu til þess að um morð væri að ræða.

Fyrirsætan var á þrítugsaldri og hafði verið með annan fótinn í Malasíu í um þrjú ár, en kærasti hennar er af aðalsættum í Johor fylki landsins.

Ofbeldisglæpir gegn ferðamönnum eru fátíðir í Malasíu, en tvö dauðsföll hafa þó verið nokkuð í umræðunni þar undanfarið. Lögregla rannsakar nú dauða bresks ferðamanns, en lík hans fannst í júní á Tioman eyju. Jafnframt var malasískur verslunareigandi dæmdur til dauða í gær fyrir að myrða franskan ferðamann á Tioman eyju árið 2011.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert