Ekkert lát á mannfallinu

Átta Palestínumenn létust í nánast stöðugum loftárásum Ísraelshers á Gaza-ströndina síðdegis í dag. Þetta þýðir að 135 Palestínumenn liggja í valnum á fimm dögum, samkvæmt frétt AFP fréttastofunnar.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hvatti í dag Ísraela og Hamas til að binda endi á átökin og að virða alþjóðlega mannréttindasamninga og blóðbaðið.

CNN fréttastöðin fjallar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs en þar kemur fram að 28 palestínsk börn séu meðal þeirra sem hafa látist í árásum Ísraelshers en engar fregnir hafa borist af mannfalli í árásum Hamas á Ísrael. 

Varnarmálaráðherra Ísraels, Moshe Ya'alon talar í dag um þau afrek sem unnin hafa verið og eyðingu skotmarka í loftárásum lands síns gegn Hamas-liðum á Gaza-ströndinni. Fréttamaður CNN sem er á Gaza segir að þar séu það ekki hernaðarlega mikilvæg skotmörk sem séu fólki ofarlega í huga heldur miklu frekar yfirfull sjúkrahús, látin börn eða börn í nauð og loftárásir sem hafa hæft vatnskerfi Gaza-strandarinnar.

„Það talar enginn um almenna Palestínumenn. Þegar þú bryddar upp á því umræðuefni vill enginn hlusta,“ segir talsmaður Hams, Osama Hamdan, í viðtali við Wolf Blitzer fréttamann CNN. Yfir 950 Palestínumenn hafa særst í árásum Ísraelshers.

Hernaðararmur Hamas hefur skotið eldflaugum nánast látlaust á Ísrael og í dag hefur 36 flaugum verið skotið yfir landamærin. Tvær þeirra voru stöðvaðar af gagnflaugum Ísraela en 34 hæfðu Ísrael. Samkvæmt CNN fullyrða Ísraelsmenn að þeir hafi rétt á að verja sig en enn sem komið er hafa flaugar Hamas ekki verið mannskæðar líkt og loftárásir Ísraela.

Yfir 500 heimili á Gaza hafa eyðilagst í árásunum og nokkur þúsund Palestínumenn hafa misst heimili sín, samkvæmt upplýsingum CNN frá Sameinuðu þjóðunum. Rafmagnslaust er á stórum hluta Gaza borgar en samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í Ísrael hefur herinn hæft 1.220 staði tengda hryðjuverkastarfsemi á Gaza.

Tæplega 30 börn eru meðal þeirra sem hafa látist í …
Tæplega 30 börn eru meðal þeirra sem hafa látist í árásum Ísraelshers á Gaza frá því á þriðjudag. AFP
Eldflaug sem Hamas skaut frá Gaza hæfði þeta hús í …
Eldflaug sem Hamas skaut frá Gaza hæfði þeta hús í Beersheva í dag. AFP
AFP
Íbúar í ísraelsku borginni Sderot sjást hér fylgjast með ársum …
Íbúar í ísraelsku borginni Sderot sjást hér fylgjast með ársum á Gaza. AFP
Almennir borgarar í Ísrael sjást hér fylgjast með skotárásum hers …
Almennir borgarar í Ísrael sjást hér fylgjast með skotárásum hers síns á Gaza. AFP
Palestínskur drengur sem bíður eftir því að fá leyfi til …
Palestínskur drengur sem bíður eftir því að fá leyfi til þess að fara yfir landamærin til Egyptalands. AFP
Landamærastöðin í Rafah er eini möguleiki íbúa á Gaza til …
Landamærastöðin í Rafah er eini möguleiki íbúa á Gaza til þess að yfirgefa Gaza-ströndina vilji fólk ekki fara yfir til Ísrael. AFP
Frá Rafah á Gaza-ströndinni í dag.
Frá Rafah á Gaza-ströndinni í dag. AFP
Skammt frá landamærum Gaza
Skammt frá landamærum Gaza AFP
Frá ísraelsku borginni Beersheva eftir árásir Hamas frá Gaza.
Frá ísraelsku borginni Beersheva eftir árásir Hamas frá Gaza. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert