572 látist á Gaza á tveimur vikum

Meira en 100 þúsund Palestínumenn eru nú á vergangi. 572 hafa týnt lífi í árásunum á Gaza. 27 Ísraelsmann hafa fallið á svæðinu frá því að átök milli ísraelska hersins og Hamas-liða brutust út fyrir um tveimur vikum, þar af tveir óbreyttir borgarar.

Í dag er talið að minnsta kosti 55 manns hafi fallið í árásum á Gaza. Um þriðjungur voru börn. Sjö börn voru meðal níu manna sem létust í loftárás á hús í Rafah og fjögur börn til viðbótar voru meðal þeirra sem létust í loftárás á hús í Gaza-borg í dag.

Barist er að nóttu jafnt sem degi. 

Sameinuðu þjóðirnar segja að nú hafi yfir 100 þúsund manns á Gaza hrakist frá heimilum sínum og leiti skjóls hjá stofnuninni. Það er helmingi meiri fjöldi en var á flótta eftir harðar árásir árið 2009.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert