Handtekinn fyrir nauðgun á skólastúlku

Fjölmargir hafa tekið þátt í mótmælum vegna málsins.
Fjölmargir hafa tekið þátt í mótmælum vegna málsins. AFP

Lögreglan gekk í skrokk á reiðum mótmælendum sem komu saman við virtan skóla í Bangalore í Indlandi í dag þar sem sex ára gamalli stúlku var nauðgað í síðustu viku.

Nokkur hundruð manns úr stúdentafélagi kröfðust þess að til aðgerða yrði gripið gagnvart stjórnendum sem sakaðir eru um að hafa ætlað að hylma yfir málinu. Lögreglan sagðist nauðbeygð hafa barið mótmælendur með kylfum til þess að ná tökum á ástandinu eftir að sumir þeirra reyndu að rífa niður girðingar og ryðjast inn á skólalóðina.

Þrítugur íþróttakennari við skólann sem kennir börnunum á hjólaskauta var handtekinn í gær vegna málsins. Hann á að koma fyrir dómara síðar í dag. Lögreglan gerði húsleit hjá honum og haldlagði tölvu sem innihélt mikið magn af barnaklámi. Maðurinn er giftur og á sjálfur þriggja ára barn.

Að sögn lögreglu lét stúlkan kennara í skólanum vita af nauðguninni 2. júlí s.l. Foreldrum hennar var hins vegar ekki gert viðvart og fréttu einungis af málinu þegar stúlkan sagði þeim frá því, einni viku eftir að hún hafði leitað til kennarans.

Talið er að ráðist hafi verið á stúlkuna inni í skólastofu skólans. 

Frétt mbl.is: Mikil reiði vegna nauðgunar

Frétt mbl.is: Nauðguðu sex ára nemanda í skólanum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert