Í of mikilli hæð fyrir uppreisnarmennina?

AFP

Þó að það sé hugsanlegt að vél Air Algerie hafi verið skotin niður í Malí er ólíklegt að uppreisnarmenn sem þar ráða lögum og lofum beri ábyrgð á því, að sögn sérfræðings Sky-sjónvarpsstöðvarinnar í varnarmálum. Alistair Bunkall segir að uppreisnarmennirnir hafi ekki yfir að ráða vopnum sem þarf til slíks. Vélin var í 33 þúsund feta hæð, í svipaðri hæð og malasíska farþegavélin var í er hún var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu fyrir viku.

Fram hefur komið að flugleið vélarinnar var breytt vegna slæmra veðurskilyrða yfir Sahara-eyðimörkinni. 

Vélin var á leið frá Burkina Faso í Vestur-Afríku til Alsír. Um borð voru 116, þar af yfir fimmtíu Frakkar. Áhöfnin var spænsk. Vélin er í eigu Swiftair, spænsks flugfélags en var leigð til Air Algerie. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert