„Brjálaði prófessorinn“ syndir niður Rín

Andreas Fath ætlar að rannsaka vatnið í Rínarfljóti.
Andreas Fath ætlar að rannsaka vatnið í Rínarfljóti. AFP

Þýskur efnafræðiprófessor hóf í dag að synda niður Rínarfljót. Hann áætlar að sundið, um 1.231 km leið, taki fjórar vikur. Ferðina fer hann til að minna á vísindin og umhverfið.

 Andreas Fath kallar sig „brjálaða prófessorinn“. Hann hóf ferðina í Sviss í Toma-vatni. Hann mun svo synda um Þýskaland og Frakkland og ljúka ferðinni í höfninni í Rotterdam í Hollandi 24. ágúst.

Með þessu ætlar Fath að safna fyrir búnaði til að rannsaka vatn. Tækið kostar 100 þúsund evrur. Ætlar hann sér að rannsaka vatn Rínarfljóts í háskólanum sem hann starfar við.

Fath er 49 ára og hefur æft sig fyrir sundferðina miklu í meira en ár. Hann segist vilja vekja athygli á mengun í ám með sundinu og að hægt sé að draga úr henni.

Vatnssýni úr Rín verða rannsökuð með tilliti til hormóna og ýmissa eiturefna. 

Andreas Fath hefur æft sig í heilt ár fyrir sundið.
Andreas Fath hefur æft sig í heilt ár fyrir sundið. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert