Á Jóhann Karl óskilgetinn son?

Feðgarnir Filippus og Jóhann Karl
Feðgarnir Filippus og Jóhann Karl AFP

Spænskur þjónn hefur höfðað faðernismál á hendur Jóhanni Karli, fyrrverandi Spánarkonungs. 

Málinu var vísað til hæstaréttar Spánar af lægra dómstól þar sem það hefur áður verið til skoðunar í ljósi umdeildrar löggjafar sem veitir konungnum ákveðna friðhelgi. Algjöra friðhelgi missti hann þegar sonur hans, Filippus, tók við völdum í síðasta mánuði.

Maðurinn sem telur að hann sé óskilgetinn sonur konungsins heitir Alberto Sola Jimenez og er 58 ára gamall. Árum saman hefur hann haldið því fram að móðir sín, sem er dóttir vel þekkts viðskiptajöfurs í Barcelona, hafi átt í ástarsambandi við konunginn áður en hann gekk í hjónaband með Soffíu, eiginkonu sinni og móður Filippusar.

Jóhann missti sjálfkrafa algjöru friðhelgina þegar hann steig til hliðar en skömmu síða var ný löggjöf er endurnýjaði friðhelgina að miklu leyti samþykkt. Friðhelgin er ekki jafn öflug og sú fyrri og jafnast frekar á við þá sem almennir stjórnmálamenn njóta.

Í skjóli fyrri friðhelginnar komst Jóhann Karl undan tveimur öðrum faðernismálum í október 2012. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert