Ætla sér að eyðileggja öll göng

Ísraelsher omeð vopn við landamærin að Gaza.
Ísraelsher omeð vopn við landamærin að Gaza. AFP

Ísraelar munu ekki hætta hernaði sínum á Gaza fyrr en búið er að eyðileggja öll göng sem Hamas hafa byggt. Göngin eru m.a. notuð til að koma hermönnum milli Gaza og Ísraels. Þetta segir forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu.

Netanyahu segir Ísraelsmenn ákveðna í að eyðileggja göngin, „með eða án vopnahlés.“

 Í frétt BBC um málið kemur fram að um 425 þúsund Palestínumenn á Gaza hafi þurft að flýja heimili sín vegna stríðsins. Sameinuðu þjóðirnar segja að yfir 225 þúsund Palestínumenn séu í 86 flóttamannabúðum stofnunarinnar á Gaza. Um 200 þúsund til viðbótar eru taldir hafa fengið skjól hjá vinum og vandamönnum.

Þetta þýðir að um 25% allra íbúa á Gaza hafa þurft að flýja vegna átakanna.

Frá því að Ísrael hóf hernað sinn á Gaza þann 8. júlí hafa að minnsta kosti 1.360 Palestínumenn fallið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert