„Kraftaverk geta gerst“

Enn er leitað að fólki sem varð fyrir aurskriðu í Maharashtra-ríki á Indlandi. Tugir húsa grófust undir skriðunni og talið er að hugsanlega hafi 150 manns látist.

Þegar er búið að staðfesta að þrjátíu létust. Átta var bjargað úr flóðinu en vont veður sem enn er á svæðinu gerir björgunarmönnum mjög erfitt fyrir. Gríðarlegar rigningar og miklir vindar hafa orðið til þess að vonir um að fleiri finnist á lífi hafa dvínað.

„Kraftaverk geta gerst, við munum halda áfram að leita en vonin hefur dofnað,“ segir Alok Acasthy sem stjórnar leitaraðgerðum á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert