Leiðtogar ræða um brak MH17

Enn hefur ekki tekist að rannsaka brak vélarinnar nægilega vel …
Enn hefur ekki tekist að rannsaka brak vélarinnar nægilega vel vegna átaka á svæðinu. AFP

Leiðtogar Malasíu og Hollands munu koma saman í Haag í Hollandi í dag til að ræða hvernig hægt sé að komast að flaki vélarinnar MH17 og tryggja öryggi þeirra sem rannsaka vélina. 

Átök milli úkraínska hersins og uppreisnarmanna hliðhollra Rússum hafa gert það að verkum að hollenskir og ástralskir rannsóknarmenn hafa ekki komist að flakinu.

Vélin, sem hrapaði fyrir tveimur vikum, var á leiðinni frá Amsterdam til Kuala Lumpur. Alls létust 298 manns þegar vélin var skotin niður, að því er talið af aðskilnaðarsinnum hliðhollum Rússum. 193 hollenskir ríkisborgarar voru um borð í vélinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert