Öryggisráð SÞ heldur neyðarfund vegna árása herskárra íslamista

Öryggisráð sameinuðu þjóðanna hefur boðað til neyðarfundar vegna árása herskárra íslamista (ISIS) á stærsta kristna bæ Íraks.

Það voru Frakkar sem óskuðu eftir því að fundurinn yrði haldinn og lýstu þeir yfir þungum áhyggjum sínum vegna yfirtöku bardagamanna Íslamska ríkisins á Qaraqosh, sem varð til þess að tugþúsundir manna þurftu að flýja heimili sín.

„Frakkar eru mjög áhyggjufullir vegna nýjustu uppátækja bardagamanna Íslamska ríkisins í norðri Íraks og yfirtaka þeirra á Qaraqosh, stærsta kristna bæ í Írak, ásamt þeim ódæðaverkum sem framin voru,“ segir í tilkynningu frá utanríkisráðherra Frakklands, Laurent Fabius.

Trúarleiðtogar segja árásir hermanna íslamska ríkisins hafa orðið til þess að 100 þúsund manns, sem eru kristinnar trúar, neyddust til þess að flýja heimili sín en hermenn íslamska ríkisins hafa tekið yfir kirkjur, skemmt trúarrit og tekið niður krossa.

Francis páfi sendi fyrr í dag út ákall til alþjóðasamfélagsins við það að aðstoða fólkið í norður Írak, sem flest eru kristin, að flýja árásirnar.

Herskáir íslamistar, sem standa að baki íslamsks ríkis tóku yfir Írösku borgina Qaragosh í Nineveh héraði í Írak. Bagdad er 400 km suðaustan af héraðinu.

Flestir íbúar Nineveh héraðsins tilheyra trúarlegum minnihlutahópar og hafa tugþúsundir þeirra þurft að flýja heimilin sín eftir að herskáir Íslamistar hófu árásir sínar í norðri í júní. Samkvæmt Freternite en Írak, sem eru alþjóðleg kristin samtök með höfuðstöðvar í París, hefur meirihluti íbúa í Nineveh yfirgefið heimil sín og er á flótta í átt að Kúrdistan.

Bærinn sem er nefndur kristna höfuðborg Íraks er staðsett 30 km suðaustur af borginni Mosul, sem var tekinn af IS í júní. Hundraðir kristinna fjölskylda flúðu Mosul í síðasta mánuði eftir að herskáir íslamistar gáfu þeim úrslitakost, að snúa sér að Íslam eða deyja.

Sameinuðu þjóðirnar segjast vera að vinna að úrræðum til að aðstoða flóttamennina.

„Þetta er hörmung og hefur áhrif á líf hundraðir þúsunda manna,“ segir David Swanson, talsmaður sameinuðu þjóðanna. „Margir þeirra sem hafa þurft að flýja þurfa bráðnauðsynlega á nauðsynjum að halda, meðal annars, vatni, mat, skjóli og lyfjum.

AFP
AFP
AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert