Norður-Kóreumenn vísa ásökunum á bug

Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu.
Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu. AFP

Norður-kóresk stjórnvöld segja ekkert hæft í því að eldflaugatilraunir þeirra tengist heimsókn Frans páfa til Suður-Kóreu, nágranna sinna. Í yfirlýsingu frá stjórnvöldum í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, lýsa þau jafnframt furðu á því að páfinn skuli heimsækja Suður-Kóreu á þessum degi.

Lengi hafi staðið til að skjóta upp eldflaugum til að minnast sjálfstæðis Kóreu frá hernámi Japana árið 1945. Þetta sé árviss viðburður, að því er fram kemur í frétt AFP.

Um er að ræða fyrstu heimsókn páfa til Asíu í fimmtán ár. Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa sakað nágranna sína um að reyna að auka spennuna á svæðinu með eldflaugatilraunum sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert