Dauðadómur fyrir að myrða Bandaríkjamann

Frá Riyadh höfuðborg Sádi Arabíu.
Frá Riyadh höfuðborg Sádi Arabíu. Wikipedia

Karlmaður var dæmdur til dauða í Sádi Arabíu í gærkvöldi fyrir að ræna og myrða Bandaríkjamanninn Paul Marshall Johnson árið 2004 en maðurinn er liðsmaður hryðjuverkasamtakanna al-Kaída.

Fram kemur í frétt AFP að umræddur dómstóll sérhæfi sig í hryðjuverkamálum en hann dæmdi einnig í dag þrettán karlmenn í 4-30 ára fangelsi. Þar á meðal tvo Sýrlendinga sem voru að sama skapi liðsmenn al-Kaída.

Johnson var rænt af al-Kaída í Sádi Arabíu fyrir áratug og hafður í haldi. Hann var að lokum barinn til dauða og líkið hálshoggið. Mannræningjarnir tóku morðið upp á myndband sem þeir birtu í kjölfarið á netinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert