Týndu ebólusjúklingarnir fundnir

Mynd/AFP

17 ebólusmitaðir einstaklingar sem struku af spítala í Monróvíu, höfuðborg Líberíu, í gær, eru nú fundnir. Spítalinn varð fyrir árás sem varð til þess að sjúklingarnir hlupu á brott. Gríðarlega víðtæk leitaraðgerð var framkvæmd, og í dag fannst síðasti sjúklingurinn, samkvæmt Suður-Afríska dagblaðinu The Times

Á sama tíma hefur Alþjóða heilbrigðisstofnunin gefið út nýja tölu yfir þá sem hafa látist af völdum ebólu. Eru þeir nú taldir vera um 1129 í heiminum, frá því að faraldurinn hófst fyrir fimm mánuðum. 

Sjá frétt mbl.is: „Það er engin ebóla“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert