Mögulegt ebólutilfelli í Bandaríkjunum

AFP

Rannsóknir standa nú yfir í Kaliforníu í Bandaríkjunum á því hvort þarlendur sjúklingur sé með ebólu samkvæmt frétt bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN. Sjúklingurinn hefur ekki verið nafngreindur en hann er í einangrun samkvæmt fréttinni.

Ekki er talið að mikil hætta sé á að sjúklingurinn sé með ebólu en um varúðarráðstafnir er fyrst og fremst að ræða. Engin staðfest tilfelli hafa átt sér stað þar sem einstaklingar innan Bandaríkjanna hefur greinst með sjúkdóminn.

Fyrr í þessum mánuði voru gerðar rannsóknir á sjúklingi í New York sem talið var að gæti verið með ebólu en niðurstaða þeirra var að svo væri ekki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert