Boðað til kosninga í Úkraínu

Petro Porosénkó, forseti Úkraínu, hefur leyst upp þingið og boðað til skyndikosninga. Stjórnarher landsins berst enn við aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins.

Forsetinn segir að margir af núverandi þingmönnum séu stuðningsmenn Viktor Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta landsins sem var steypt af stóli. Þá segir forsetinn að meirihluti landsmann vilji fá nýtt þing, að því er segir á vef breska ríkisvarpsins.

Porosénkó sagði í sjónvarpsávarpi að þingkosningarnar yrðu líklega haldnar 26. október.

Petro Prorsénkó, forseti Úkraínu.
Petro Prorsénkó, forseti Úkraínu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert