Hjón og ófætt barn í leðjunni

Minami og Yasuhiro Yuasa gengu í hjónaband í október á …
Minami og Yasuhiro Yuasa gengu í hjónaband í október á síðasta ári. Þau áttu von á frumburði sínum í nóvember á þessu ári. AFP

Tala látinna eftir að aurskriða féll í Hírósíma í Japan fyrir tæpri viku er nú komin upp í 63. Meðal þeirra sem saknað er eru hjón sem áttu von á fyrsta barni sínu í nóvember. Fjölskylda fólksins bíður og vonar það besta en ljóst er að vonin er afar veik eftir svo marga daga í leðjunni.

Hin 28 ára Minami Yuasa og eiginmaður hennar, Yasuhiro gengu í hjónaband í október á síðasta ári. Þau áttu von á frumburði sínum eftir tæpa þrjá mánuði. Þau bjuggu í fjölbýlishúsi en skriðan hreif húsið á brott. Mörg tonn af jarðvegi, steinum og trjám komu eins og þruma úr heiðskýru lofti niður fjallshlíð í Hírósíma og kaffærðu fólk, hús og bíla.

Foreldrar ungu konunnar sögðu í samtali við fjölmiðla að þau biðu eftir kraftaverki.

Meðal lát­inna er einnig 53 ára gam­all björg­un­ar­maður sem var að störf­um á ham­fara­svæðinu er önn­ur aur­skriða féll. Hon­um tókst að bjarga fimm manns úr leðjunni og koma þeim í ör­uggt skjól áður en hann varð und­ir skriðunni sem kostaði hann lífið, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá al­manna­vörn­um í Jap­an. 

36 látnir og 10 saknað

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert