Hollande útnefnir nýja ríkisstjórn

Francois Hollande, forseti Frakklands, hefur útnefnt nýja ríkisstjórn sem mun starfa með Manuel Valls forsætisráðherra. Búið er að að víkja frá ráðherrum sem neituðu að samþykkja niðurskurð á fjárlögum.

Þetta kemur fram á vef BBC.

Fyrsta ríkisstjórn Valls, sem var útnefndur ráðherra fyrir um fimm mánuðum, féll í kjölfar deilna við Valls við Arnaud Montebourg, efnahagsmálaráðherra Frakklands.

Montebourg hætti auk tveggja annarra ráðherra úr röðum vinstrimanna. Emmanuel Macron mun taka við ráðuneytinu af Montebourg.

Najat Vallaud-Belkacem, sem var kvenréttindaráðherra í síðustu ríkisstjórn, mun taka við menntamálaráðuneytinu sem Benoit Hamon stýrði áður en honum var vikið frá. Þetta er í fyrsta sinn sem kona sest í stól menntamálaráðherra. 

Fleur Pellerin tekur við menningarmálaráðuneytinu af Aurelie Filippetti. 

Lykilmenn úr síðustu ríkisstjórn á borð við Laurent Fabius utanríkisráðherra, Jean-Yves Le Drian varnarmálaráðherra og Michel Sapin fjármálaráðherra halda sínum ráðuneytum. 

Francois Hollande, forseti Frakklands.
Francois Hollande, forseti Frakklands. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert