Netanyahu lýsir yfir sigri

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, segir að átökin á Gaza, sem stóðu yfir í sjö vikur, hafi lokið með sigri. Hann segir að palestínsku Hamas-samtökin hafi fengið að kenna á því og að kröfum þeirra hafi ekki verið mætt. 

Hamas-liðar hafa aftur á móti einnig lýst því yfir að vopnahléssamkomulagið sem náðist í gær sé sigur fyrir Gaza. Hamas stóð fyrir fjöldafundi þar sem vopnahléinu var fagnað, að því er segir á vef BBC.

Vopnahléið tók gildi í gær eftir en þá höfðu hörð átök staðið yfir í 50 daga. Yfir 2.200 féllu í átökunum, meirihlutinn Palestínumenn. 

Netanyahu sagði á blaðamannafundi í dag, sem var sjónvarpað, að ráðist hafi verið af krafti á Hamas og hann hótaði enn harðari órásum haldi Hamas áfram að skjót flugskeytum yfir landamærin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert