Skaut leiðbeinandann með hríðskotabyssu

Níu ára bandarísk stúlka skaut leiðbeinanda sinn á skotæfingasvæði í Arizona til bana í vikunni. Um óhapp var að ræða en stúlkan var að æfa sig í skotfimi með Uzi-hríðskotabyssu.

Stúlkan var ásamt foreldrum sínum á æfingasvæðinu en leiðbeinandinn, Charles Vacca, 39 ára, var að kenna henni skotfimi er hún missti stjórn á vopninu þegar hún skaut af því í fyrsta sinn.

Samkvæmt frétt BBC fékk Vacca skotið í höfuðið og lést á leið á sjúkrahús. Í fréttinni kemur fram að ekki sé óalgengt í sumum ríkjum Bandaríkjanna að börn fari með ættingjum á skotæfingasvæði þar sem þau fá leiðsögn í að beita slíkum vopnum.

Slysið varð á mánudag á Last Stop-æfingasvæðinu í White Hills í Arizona.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka