Nýta gögn úr símtali gegnum gervihnött

Gögnin benda til að farþegaþotunni hafi verið flogið suður fyrr …
Gögnin benda til að farþegaþotunni hafi verið flogið suður fyrr en áður var talið. AFP

Starfsfólk Malaysia Airlines reyndi að ná sambandi við þotu flugfélagsins í gegnum gervihnattasíma eftir að vélin hvarf af ratsjám 8. mars á þessu ári.

Ekki náðist samband við vélina en nú hefur verið ákveðið að styðjast við gögn vegna símtalsins og leita á suðurhluta leitarsvæðisins. Gögnin benda til að farþegaþotunni hafi verið flogið suður fyrr en áður var talið.

Stóru spurningunni hefur þó enn ekki verið svarað, af hverju breytti farþegavélin um stefnu? Erfitt verður að svara þessari spurningu þegar brak vélarinnar finnst ekki og ekki er hægt að styðjast við gögn flugrita.

Leit undir sjávarmáli hefst í næsta mánuði og er reiknað með að leitin taki eitt ár. Þrjú skip verða nýtt við leitina. Skip hafa þegar verið nýtt til að kortleggja svæðið sem var tiltölulega óþekkt fyrir hvarf vélarinnar. Ýmislegt hefur komið í ljós, þar á meðal tvö eldfjöll neðansjávar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert