Skotinn til bana í raunveruleikaþætti

Skyndibitakeðjan Wendy's
Skyndibitakeðjan Wendy's Af vef Wendy's

Lögreglan skaut hljóðmann til bana við tökur á raunveruleikasjónvarpsþættinum Cops í Nebraska á þriðjudagskvöldið. Í þáttunum Cops fylgist sjónvarpsfólk með lögreglunni að störfum og hefur þátturinn verið sýndur í bandarísku sjónvarpi í 25 ár.

Hljóðmaðurinn Bryce Dion, 38 ára, var skotinn fyrir mistök er lögreglan var að skjóta á mann sem framdi rán á Wendy's-skyndibitastaðnum í Omaha í Nebraska. Ræninginn var einnig skotinn til bana en hann var vopnaður og skaut á lögreglu. 

Lögreglustjórinn í Omaha, Todd Schmaderer, segir að Dion hafi verið staddur í anddyri veitingastaðarins þegar ræninginn, Cortez Washington, hóf skothríð á leið út af staðnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert