Átökin hafa kostað 2.600 mannslíf

Átökin í austurhluta Úkraínu hafa kostað tæplega 2.600 mannslíf frá því um miðjan apríl, samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum. Átökin hafa harðnað undanfarna daga milli stjórnarhersins og skæruliða sem eru hallir undir rússnesk yfirráð.

Talið er að minnst þúsund rússneskir hermenn séu fyrir innan landamæri Úkraínu og taki þátt í bardögum þar við hlið uppreisnarmanna hliðhollra Rússum. Þetta kom fram á neyðarfundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær.

Að minnsta kosti 2.593 létust vegna átakanna í Austur-Úkraínu frá því um miðjan apríl þangað til í fyrradag, að því er segir í nýrri skýrslu SÞ. Þar kemur einnig fram að mannréttindabrot, eins og pyntingar og brottnám, séu tíð.  

Neyðarfundur verður haldinn í dag hjá Atlantshafsbandalaginu vegna ástandsins í Úkraínu en vesturveldin gagnrýna harkalega bein afskipti Rússa af átökunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert