Gullgrafaraæði á breskri strönd

AFP

Fjöldi gullgrafara leitar nú þrjátíu gullstanga sem þýskir listamaður hefur grafið á breskri strönd.

Gullstangirnar, sem eru metnar á 10 þúsund pund, tæpar tvær milljónir króna, eru hluti af gjörningi listamannsins Michael Sailstorfer og gróf hann þær í Folkestone í Suður-Englandi. 

Þeir sem finna gull mega hirða það og hafa fjölmargir tekið áskoruninni og eru mættir á ströndina með málmleitartæki sín.

Það gæti hins vegar reynst þrautin þyngri að finna gullið því mikið magn af málmskífum er að finna á ströndinni og segir Lewis Biggs, sem stýrir listahátíðinni sem verkið er hluti af, að þeir sem leiti með málmleitartæki eigi eftir að finna ýmislegt annað úr málmi áður en gullið verður þeirra. 

Einn gullgrafaranna, John Coker, segir í samtali við Guardina að þetta sé í fyrsta skipti sem listaverk hafi þau áhrif að hann stökkvi upp í bíl sinn og aki af stað. „ Þannig að þetta hlýtur að vera eitthvað.“

Hver stöng, sem er metin á um 300 pund hver, er nokkurra sentímetra löng.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert