Mikil viðbúnaður á Nýja-Sjálandi

Kort af Nýja-Sjálandi
Kort af Nýja-Sjálandi

Lögreglan á Nýja-Sjálandi leitar nú manns um fimmtugt sem skaut tvo til bana og særði þann þriðja á vinnumálaskrifstofu í bænum Ashburton, suðvestur af Christchurch,  fyrr í dag. 

Samkvæmt frétt BBC á maðurinn, sem heitir John Henry Tully og er 48 ára, að hafa komið inn á skrifstofuna og skotið á fólk þar. Hann forðaði sér síðan á hlaupum. Sá sem særðist í árásinni er ekki lífshættu en alvarlega slasaður. 

Lögreglan biður íbúa á Ashburton-svæðinu að halda sig inni á meðan mannsins er leitað. Alls búa um 20 þúsund manns í bænum, sem er í um 85 km fjarlægð frá borginni Christchurch.

Talið er að Tully sé enn á Ashburton-svæðinu og biður hann um að gefa sig fram. Hann er vopnaður byssu. Fjölmiðlar á Nýja-Sjálandi greina frá því að Tully hafi verið á örorkubótum og átt erfitt líf. Hann hafi misst húsnæði sitt nýverið og leitað eftir aðstoð félagsmálayfirvalda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert