Útveguðu 108 salerni

Stúlkurnar fundust hangaði í tré en þeim hafði verið nauðgað …
Stúlkurnar fundust hangaði í tré en þeim hafði verið nauðgað áður en þær voru myrtar. AFP

Indversk góðgerðarsamtök hafa komið 108 salernum fyrir í þorpi í indverska ríkinu Uttar Pradesh. Þorpið rataði í heimsfréttirnar í maí síðastliðnum þegar tvær stúlkur fundust hangandi í tré, en þeim hafði verið nauðgað og því næst voru þær myrtar.

Í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, kemur fram að stúlkurnar hafi verið farið einar út á akur til að létta á sér, en skortur er á salernum á svæðinu og því kemur náttúran oftar en ekki í staðinn. Að sögn þeirra sem tóku þátt í söfnun fyrir salernunum þurfa konur oft að ganga langt og eru því berskjaldaðri fyrir árásum.

Nærri helmingur íbúa Indlands hefur ekki aðgang að salerni heima við.  

Þegar salernin voru afhent formlega í gær sögðu forsvarsmenn samtakanna að markmiðið væri að útvega mun fleiri salerni þannig að allir hefðu aðgang að einu slíku án þess að þurfa að ganga langa leið eða fara út á næsta akur.

Hafði verið nauðgað

Neituðu að leita að stúlkunum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert