Kona hálshöggvin í London

Lögreglan að störfum í London.
Lögreglan að störfum í London. AFP

Karlmaður hefur verið handtekinn eftir að afhöfðað lík konu fannst í bakgarði í norðurhluta London.

Í frétt Sky sjónvarpsstöðvarinnar segir að líkið hafi fundist um hádegisbil í dag. Lögreglan hefur gefið litlar upplýsingar um málið en segir þó að karlmaður hafi verið handtekinn í tengslum við rannsókn þess.

Fyrstu upplýsingarnar sem lögreglan fékk voru þær að stunguárás hefði átt sér stað við húsið. Er komið var á vettvang varð ljóst að árásin var mun alvarlegri. 

Ekki hefur enn fengist staðfest hvaða vopn var notað til að afhöfða konuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert