Autt sæti til stuðnings Sentsov

Úkraínski kvikmyndagerðarmaðurinn, Oleg Sentsov
Úkraínski kvikmyndagerðarmaðurinn, Oleg Sentsov

Evrópska kvikmyndaakademían (EFA) hvetur Evrópubúa til þess að styðja við bakið á úkraínska kvikmyndagerðarmanninum Oleg Sentsov sem var handtekinn fyrir fjórum mánuðum vegna þátttöku í mótmælum í Kænugarði.

Kvikmyndagerðarmenn um alla Evrópu hafa sýnt stuðning sinn í verki meðal annars með sérstökum sýningum og táknrænum tómum stólum í dómnefndum.

Úkraínski kvikmyndagerðarmaðurinn, Oleg Sentsov, var handtekinn í Kænugarði fyrir að hafa tekið þátt í mótmælum í Kænugarði en þess var krafist að þáverandi stjórnvöld í Úkraínu myndu auka viðskipti við Evrópusambandið. Eins mótmælti hann yfirráðum stjórnarandstæðinga sem börðust fyrir því að Krím yrði rússneskt landsvæði.

Sentsov var handtekinn af rússnesku leyniþjónustunni (FSB) á heimili sínu í Simferopol og fluttur í fangelsi í Moskvu þar sem hann er í haldi. Hann er ákærður fyrir glæpi tengda hryðjuverkum. 

Í tilkynningu frá Evrópsku kvikmyndaakademíunni kemur fram að Sentsov hafi verið skipaður í dómnefnina á kvikmyndahátíðina Donosita í San Sebastian á Spáni og sæti hans verður autt til þess að sýna á táknrænan hátt hvað hann býr við. Fleiri kvikmyndahátíðir í Evrópu hafa tekið þátt og má þar nefna Motovun kvikmyndahátíðina í Króatíu og Feneyjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert