Minntust hryðjuverkanna fyrir 13 árum

Fjölmargir voru viðstaddir minningarathafnir í New York, í Washinton og í Penn­sylvan­íu í dag til að minnast þeirra sem féllu í hryðjuverkaárásunum þennan dag fyrir þrettán árum.

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, flutti erindi í Pentagon en athöfnin var aðeins opin fyrir ættingja þeirra sem létu lífið í við höfuðstöðvar Varnarmálastofnunarinnar.

Um 3.000 manns lét­ust hinn 11. sept­em­ber 2001 þann þegar flug­ræn­ingj­ar í hryðjuverkasamtökunum al-Qa­eda stýrðu farþega­flug­vél­um á tví­bura­t­urn­ana í New York og Pentagon, bygg­ingu varn­ar­málaráðuneyt­is­ins, auk einn­ar vél­ar sem hrapaði á engi í Shanksville í Penn­sylvan­íu.

Tom Monahan kom til minningarathafnarinnar í New York og minntist bróðurins síns og frænda sem létu lífið í árásunum. „Allt er í góðu lagi þar til þú kemur hingað,“ sagði hann og veifaði höndunum til að gefa merki um að hann gæti ekki talað meira.

Eflaust veigra sér einhverjir við að fljúga þennan dag, 11. september, minnugir hörmunganna. Aðspurður segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, að fyrirtækið finni þó ekki fyrir mun á fjölda farþega þennan dag og aðra í september. Sama hafi einnig gilt undanfarin ár.

Eileen Esquilin syrgir Ruben Esquilin Jr, bróður sinn, við minningarathöfn ...
Eileen Esquilin syrgir Ruben Esquilin Jr, bróður sinn, við minningarathöfn í New York í dag. AFP
Um 3.000 manns lét­u lífið hinn 11. sept­em­ber 2001.
Um 3.000 manns lét­u lífið hinn 11. sept­em­ber 2001. AFP
Fjölmargir voru viðstaddir minningarathafnir í New York, í Washinton og ...
Fjölmargir voru viðstaddir minningarathafnir í New York, í Washinton og í Penn­sylvan­íu í dag til að minnast þeirra sem féllu í hryðjuverkaárásunum þennan dag fyrir þrettán árum. AFP
Fjölskylda Bobby Hughes, eins þeirra sem lést þegar ráðist var ...
Fjölskylda Bobby Hughes, eins þeirra sem lést þegar ráðist var á tvíburarturnana í New York. AFP
Rocco Santillan, sex, heldur á mynd af frænku sinni, Mariu ...
Rocco Santillan, sex, heldur á mynd af frænku sinni, Mariu Theresu Santillan, sem féll í árásunum. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Náttfatnaður
Náttserkir, náttkjólar, náttföt og sloppar Meyjarnar Mjódd sími 553 3305...
peningaskápur eldtraustur með nýjum talnalás
peningaskápur til sölu kr.48000,- uppl. 8691204 Br=58cm Hæð99 Dýpt 67 ...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...