Ung hjón dæmd í lífstíðarfangelsi

Úr fangelsi í Bandaríkjunum.
Úr fangelsi í Bandaríkjunum. AFP

Hjónin Miranda og Elytte Barbour voru dæmd í dag í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Troy LaFerrara í nóvember á síðasta ári. Dómarinn í málinu sagði að parið þyrfti að vera tekið úr samfélaginu. Þau munu aldrei eiga kost á reynslulausn. Tímaritið Time greinir frá þessu.

Hvorki Miranda, sem er 19 ára eða Elytte, 22 ára sýndu viðbrögð við dómnum sem féll í Sunbury í Pennsylvaníu ríki Bandaríkjanna í dag. Þau sýndu heldur engin viðbrögð við reiði ættingja og vina fórnarlambsins, sem tjáðu sig við réttarhöldin. 

Elytte baðst þó afsökunar en gat ekki útskýrt gjörðir sínar. 

LaFerrara svaraði auglýsingu um einhverskonar félagsskap á auglýsingavefnum Craigslist í nóvember á síðasta ári. Þegar hann fór að hitta Miranda í bíl hennar, stakk hún hann til dauða. Að sögn lögreglu stakk hún LaFerrara tuttugu sinnum á meðan Elytte kyrkti hann. 

Miranda viðurkenndi í blaðaviðtali fyrr á þessu ári að hún hafi framið tugi morða. Hún seg­ist hafa hætt að telja eft­ir að hafa framið 22 morð. Dag­blaðið Daily Item tók við hana símaviðtal og þar seg­ist Bar­bour hafa myrt fólkið í Alaska, Texas, Norður-Karólínu og Kali­forn­íu á und­an­förn­um sex árum.

<a href="http://time.com/3398527/couple-in-craigslist-slaying-sentenced-to-life/">Sjá frétt Time.</a>

Sjá fyrri frétt mbl.is

<a href="/frettir/erlent/2014/02/16/haetti_ad_telja_eftir_22_mord/">„Hætti að telja eftir 200 morð“</a>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert