Halda sama fylgi og í kosningunum

Siv Jensen, fjármálaráðherra og formaður FrP ásamt Ernu Solberg, forsætisráðherra …
Siv Jensen, fjármálaráðherra og formaður FrP ásamt Ernu Solberg, forsætisráðherra og formanni Hægriflokksins. Mynd/AFP

Ríkisstjórnarflokkarnir í Noregi mælast í dag með nánast sama fylgi og þeir fengu í þingkosningunum fyrir nákvæmlega ári síðan. Fylgi féll örlítið á árinu en hefur nú aukist aftur. Flokkarnir leggja fram annað fjárlagafrumvarp sitt nú í byrjun október. 

Hægriflokkurinn (Høyre) og Framfaraflokkurinn (FrP) settust í ríkisstjórn eftir kosningarnar í fyrra, með stuðningi Kristilegra demókrata og Vinstriflokksins. „Það voru margir svokallaðir sérfræðingar sem spáðu því að FrP myndi missa fylgi um leið og við settumst í ríkisstjórn. Við vinnum nú að því að innleiða okkar stefnumál á hverjum einasta degi og kjósendur taka eftir því,“ segir Siv Jensen, fjármálaráðherra og formaður FrP í samtali við Aftenposten. 

Skoðanakönnunin sem gerð var fyrir Aftenposten og Bergens Tidende, sýnir að Hægriflokkurinn er með 26,4% og FrP með 15,8%. Verkamannaflokkurinn er sem fyrr stærstur með 34,2%, örlítið minna en hann hlaut í kosningunum í fyrra. Todal Jenssen, stjórnmálafræðingur segir í Aftenposten að honum þyki niðurstöðurnar benda til þess að stjórnarandstaðan hafi legið í dvala á árinu. „Þetta sýnir að stjórnarandstaðan hefur ekki tekist að finna umdeild mál sem vekja athygli kjósenda,“ segir Todal. 

Sjá frétt Aftenposten

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert