Eitt ár frá árásinni á Westgate

67 féllu í árásinni á Westgate-verslunarmiðstöðina.
67 féllu í árásinni á Westgate-verslunarmiðstöðina. AFP

Keníabúar minnast þess í dag að eitt ár er liðið frá því að ráðist var á Westgate-verslunarmiðstöðina í Naíróbí í Kenía. Að minnsta kosti 67 manns féllu í árásunum. Skjöldur til minningar um hina látnu verður afhjúpaður og ásamt því að kveikt verður á kertum. 

Umsátursástand ríkti við verslunarmiðstöðina í fjóra daga og tókst hernum smá saman að bjarga fólki út úr húsnæðinu. Árásarmennirnir gengu um verslunarmiðstöðina og skutu hiklaust á fólk sem varð á vegi þeirra. 

Sómalísk­i hryðju­verka­hóp­urinn Shebab lýsti yfir ábyrgð á árásinni, en hann sagði árásina hafa verið gerða vegna afskipta ken­íska hers­ins í Sómal­íu.

Rauði kross­inn seg­ir að enn sé um 20 manna saknað eft­ir árás­ina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert