Westgate opnuð á nýjan leik

Verslunarmiðstöðin Westgate í Naíróbí í Kenía var opnuð á nýjan leik í dag, um tveimur árum eftir að íslamistar myrtu þar 67 manns í hryðjuverkaárás. Húsnæðið skemmdist verulega í árásinni og hefur það staðið tómt síðan, þangað til nú.

Framkvæmdir hafa staðið yfir á verslunarmiðstöðinni undanfarna mánuði.

Umsátursástand ríkti við verslunarmiðstöðina í fjóra daga og tókst hernum smám saman að bjarga fólki úr húsnæðinu. Árásarmennirnir gengu um og skutu óhikað á fólk sem varð á vegi þeirra.

Sómalíski hryðju­verka­hóp­ur­inn Shebab lýsti yfir ábyrgð á árás­inni en hann sagði árás­ina hafa verið gerða vegna af­skipta ken­íska hers­ins í Sómal­íu.

AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert